ParketSLÍPUN & LAGNIR
Sérhæfum okkur í parketslípun.
Parketslípun og Lagnir hefur yfir 25 ára reynslu í byggingariðnaðinum, við höfum unnið við parketslípun og þjálfað upp marga parketslípara hér heima. Parketslípun er vandasamt verkefni og skiptir máli að parketslíparinn sé með vönduð og nýleg tæki til parketslípunar. Við erum með nýjar ryklausar parketslípunarvėlar frá Bona. Spurðu þinn parketslípara um hvaða reynslu hann hefur og ekki hika við að biðja um meðmæli frá seinasta opinbera verkefni sem hann tók að sér. Á meðal viðskiptavina okkar eru Ölgerðin, Frigg, Reykjavíkurborg, Rossopromodoro, Caruso, listasafn ASÍ, Hotel Borg, centrum Hotel, Kaldi bar, Hrafnista, og fleiri og fleiri.
Málarameistari er með okkur að störfum sem hefur 25 ára reynslu og er öllum tækjum búinn í öll stòrverkefni sem bjóðast.
Við ábyrgjumst öll okkar verkefni.
Hafið samband í dag í 772-8100